5 ára ástarsambandi lokið

Romeo Beckham (21) og Mia Regan (21) eru hætt saman eftir 5 ára samband. Þau tilkynntu sambandsslitin á samfélagsmiðlum í gær. Romeo skrifaði: „Ég og Mooch erum hætt saman eftir 5 ár af ást,“ og birti með mynd af þeim báðum með tunguna útúr sér. „Við berum enn mikla ást og virðingu fyrir hvor öðru og eigum sterkt vináttusamband og munum alltaf gera 🤍🤍,“ skrifaði hann líka.

Mia skrifaði líka á Instagram: „Við höfum fengið að vaxa úr grasi saman síðan við vorum 16 ára!! Ástin tekur á sig ýmis form með aldrinum. En við elskum hvort annað mjög mikið en eftir 5 ára höfum við „friendsónað“ hvort annað.“


Sjá einnig:

SHARE