7 flottar töskur fyrir veturinn – Hvar geturðu fengið þær? – Myndir

Ég er rosalega hrifin af töskum og mér finnst ótrúlega gaman að ganga með fallega tösku upp á arminn. Þær verða hinsvegar oftast eins og hálfgert svarthol því það er ALLT í henni, en ég finn samt ekkert. 🙂

Hérna eru 8 töskur sem mér finnst ótrúlega flottar og einnig hvar er hægt að panta þær á netinu.

Mér finnst þessi mjög flott frá ModCloth. Haustlegur litur og einföld hönnun og nóg af plássi. Hún fæst hér.

Mattur grár litur og tímalaus hönnun frá Nine West! Æði! Hún fæst hér.

Þessi er frá ModCloth og er taska sem maður myndi nota sem spari. Hún fæst hér.

Partýboxið frá Zara. Elegant og ótrúlega sæt. Hún fæst hér.

Mér finnst þessi litur alltaf flottur og svo er hinn klassíski svarti þarna með. Einföld og smart. Hún fæst hér.

Þessi er frá Mango sem var einu sinni hér á Íslandi. Mjög flott! Hún fæst hér.

Þessi er eins klassísk og þær verða! Hún fæst hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here