7 týpur af vinum sem þú ættir að forðast

Það er ekkert betra enn sannir og einlægir vinir. Það eru til allskyns vinir og auðvitað allskonar fólk en nokkuð af því sem fólk óskar sér í góðum vini er heiðarleiki, samhyggð, kærleikur, skilningur og annað álíka.

Sumir vinir eru lífstíðarvinir á meðan þú ættir að passa þig á öðrum. Taktu þér tíma til að meta hvaða fólk þú vilt hafa í lífi þínu. Sumt fólk tekur einfaldlega meira frá manni en það gefur manni og ætti ekki að vera í lífi þínu.

Hér eru 7 týpur af vinum sem þú ættir að forðast:

1. Stjórnsamir vinir

Stjórnsami vinurinn virðir ekki þínar hugmyndir og skoðanir og reynir gjarnan að breyta þér eftir hans höfði. Hann er alltaf að gefa þér ráð en vill ekki einu sinni að þér tekist það sem þú ert að gera. Hann er aldrei að reyna að hjálpa þér og vill alltaf vera aðeins „æðri“ en þú. Þú þarft ekki svona vini.

2. Öfundsjúki vinurinn

Þetta er vinur sem vill ekki að þér gangi vel í lífinu. Hann samgleðst þér ekki og viðurkennir aldrei að þú eigir bara gott skilið. Hann setur alltaf upp stórt, falskt bros þegar góðir hlutir gerast en innst inni er hann að drukkna úr öfund. Þessi týpa mun aldrei styðja þig og er líklegri til að baktala þig. Hann mun tala meira um mistök þín heldur en að gleðjast yfir góðu hlutunum. Hann getur líka eyðilagt vinskap þinn við aðra.

3. Lævísi vinurinn

Þessi tegund vina leitar bara til þín þegar hann vantar eitthvað. Hann elskar að nota þig en þegar þú átt eitthvað erfitt er hann hvergi sjáanlegur. Hann fær lánaðan pening og borgar ekki til baka. Þú getur ekki treyst þessari týpu og hann mun nota tilfinningar þínar gegn þér. Farðu varlega, því hann ætlar að leika sér að tilfinningum þínum.

4. Sjálfselski vinurinn

Þessi týpa talar alltaf bara um sjálfan sig og hefur engan áhuga á því hvað er í gangi hjá þér. Hann mun aldrei standa með þér, nema það sé eitthvað sem hann grobbar sig af seinna. Hann hlustar aldrei og biðst aldrei afsökunar. Þú þarft ekki á þessari týpu og neikvæðni að halda.

Sjá einnig: 3 stjörnumerki sem eru með besta innsæið

5. Dómharði vinurinn  

Góður vinur dæmir þig ekki. Dómhart fólk elskar að gagnrýna allt og alla. Vinur sem dæmir þig eftir hugsunarhætti þínum, ákvörðunum og jafnvel útliti þínu er ekki einhver sem þú vilt hafa í lífi þínu. Hann er bara að fara að draga þig niður. Þér þarf að líða vel í kringum vini þína og ekki hræðast að vera þú sjálf/ur. Ef þér líður eins og þú sért dæmd/ur og gagnrýnd/ur af vini þínum er það ástæða til að endurskoða þann vinskap.

6. Vinur sem lýgur

Vinur sem lýgur í andlitið á þér er ekki góður vinur og þú átt erfitt með að treysta honum aftur. Það versta er samt að þér líður eins og komið sé fram við þig eins og þú sér vitlaus. Ef þú vilt eiga góða vini skaltu krefjast heiðarleika frá honum.

7. Vinur sem hefur enga samkennd

Vinur sem er ekki með samkennd er oft sjálfmiðaður og hugsar bara um sínar tilfinningar, áhugamál og aðstæður. Hann á oft erfitt með að greina tilfinningar annarra og líðan og getur því ekki haft samkennd. Það er mjög mikilvægt að eiga vini sem finna fyrir samkennd, sérstaklega þegar þú ert að ganga í gegnum erfiða hluti.

Heimildir: womendailymagazine.com/

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here