98 ára gömul kona flúði stríðssvæði – Með staf og í inniskóm á göngunni

Hin 98 ára gamla Lidia Stepanivna Lomikovska gekk næstum 10 km leið til að flýja rússana sem höfðu yfirtekið bæinn hennar Ocheretyne sem er í austurhluta Donetsk. Rússarnir komu í bæinn í seinustu viku og bardagar hafa harðnað svo um munar. Lidia styðst við staf og gekk alla þessa leið á inniskóm.

„Ég vaknaði við skothvelli allt í kringum mig, það var svo skelfilegt“ sagði Lidia í mynbandsviðtali sem ríkislögreglan í Donetsk-héraði birti.

Í ringulreiðinni sem fylgdi brottförinni af svæðinu varð Lidia aðskilin frá syni sínum og tveimur tengdadætrum en önnur þeirra, Olha Lomikovska, slasaðist vegna jarðsprengju nokkrum dögum áður. Yngri meðlimir fjölskyldunnar fóru einhverjar afskekktari leiðir á flóttanum en Lidia vildi halda sig á þjóðveginum. Með staf í annarri hendi og viðarbút í hinni til að styðja sig, gekk hún allan daginn á matar og vatns til að ná á áfangastað. Hún segir að hún hafi tvisvar dottið á leiðinni og orðið að stoppa nokkrum sinnum til að hvíla sig. Hún hafi meira að segja sofnað einu sinni og vaknað svo og haldið áfram.

Pavlo Diachenko, talsmaður ríkislögreglunnar í Donetsk-héraði, sagði að Lidiu hefði verið bjargað þegar úkraínskir hermenn sáu hana ganga meðfram veginum um kvöldið. Þeir fóru með hana til „Hvítu englanna“, lögregluhóps sem flytur borgara í burtu, sem búa í fremstu víglínu, sem síðan fóru með hana í skjól fyrir flóttafól og höfðu samband við ættingja hennar.

„Ég lifði hitt stríðið af,“ sagði Lidia og vísaði þá til seinni heimsstyrjaldarinnar. „Ég þarf líka að ganga í gegnum þetta stríð og á endanum sit ég eftir með ekkert. Þetta stríð er ekkert eins og hitt var. Ég upplifði seinni heimsstyrjöldina og þá brann ekki eitt einasta hús. En núna, er allt í báli og brand,“ sagði gamla konan.


SHARE