Þetta kom heldur betur á óvart, en óþekki drengurinn Chris Brown (25) er víst orðinn faðir. Hann á 9 mánaða stúlku með fyrirsætunni Nia (31) en Chris er þekktur fyrir að vera söngvari og einnig fyrrverandi kærasti Rihanna en hann mun hafa beitt söngkonuna líkamlegu ofbeldi í sambandi þeirra.

Rihanna-and-Chris-Brown

Chris þarf væntanlega að útskýra sig fyrir kærustunni sinni Karrueche Tran (25) en hann hefur átt í vinasambandi við Nia í nokkur ár en aldrei verið í sambandi með henni svo þetta kemur öllum á óvart.

Screen Shot 2015-03-04 at 11.23.12 AM
Chris Brown með Nia

 

 

 

Fyrst var greint frá þessu á TMZ en þeir birtu líka þessa mynd af barninu:

0303-chris-brown-w-babya-4

 

Chris talaði um það í morgunþætti á Power 105,1 þann 23. febrúar að hann langaði til að eignast börn.

„Ég væri alveg til í tvö, jafnvel bara eitt, ef það fyrsta væri strákur,“ sagði Chris.  Hann segir svo frá því að hann eigi nú þegar stelpu, svo við getum reiknað með því að hann reyni einu sinni enn til að eignast strák.

 

 

Tengdar greinar: 

Chris Brown hent út úr meðferð og settur í steinninn

Rihanna og Chris Brown hætt saman fyrir fullt og allt? Sjáðu hvað þau segja!

Eru Rihanna og Leonardo DiCaprio ástfangin á laun?

SHARE