Nancy Lanza sagði vinafólki sínu frá því fyrir u.þ.b. viku að henni fyndist hún vera að missa sambandið við  Adam, son sinn og að hún næði ekki lengur til hans.

Og skömmu síðar var  Adam Lanza búinn að drepa móður sína og síðan réðist hann inn í barnaskólann í  Sandy Hook og drap þar tuttugu börn og sex fullorðna. Fréttir herma að áður en Lanza drap móður sína og framdi fjöldamorðin í barnaskólanum hafi hann myrt föður sinn í New Jersey.

Vinur Nancy Lanza greindi fréttamanni hjá New York Daily News frá því að hún væri ekki vön að vera að tala um son sinn en lét í síðustu viku í ljós ótta við hvert henni fannst hann vera að stefna.

“Hún horfði bara niður í bollann sinn og sagði, ég skil þetta ekki, ég er hrædd um að ég sé að missa allt samband við hann”, sagði þessi vinur Nancy sem vill ekki láta nafns síns getið.

Þessi sami vinur greindi einnig frá því, að fyrir ári sagði Nancy honum frá áhyggjum sínum að Adam væri að missa veruleika- og sársaukaskynið. Hann brenndi sig oft með kveikjara á handleggjum og fótum og víðar eins og hann væri bara að reyna að finna til.

Fréttir herma að móðir Adams hafi átt allar þrjár byssurnar sem hann notaði við verknaðinn á föstudaginn og að þau hafi oft farið að æfa sig að skjóta í mark.

Mark Tambascio sem hefur þekkt Nancy Lanza í mörg ár segir að hún hafið verið  að hugsa um að flytja sig til Washington ríkis. Hún lifði fyrir Adam og var mjög ánægð með báða syni sína. Hún minntist aldrei á að Adam væri í sjálfsmorðshugleiðingum eða ofbeldisfullur. Þeir sem þekktu til hans sáu að hann var ekki alveg eins og allir aðrir en fólk sá enga ástæðu til að hafa áhyggjur.

Nancy Lanza fékk ekki tækifæri til að byrja upp á nýtt með Adam syni sínum. Lögreglan segir að hann hafi skotið fjórum skotum í höfuð henni áður en hann tók í bíl hennar og fór til Sandy Hook barnaskólans.

ATH. þessi frétt hefur verið uppfærð hér . Faðir Adams hefur stigið fram og leiðrétt allan misskilning, Adam myrti ekki föður sinn.

Tengdar fréttir
Myndir af fórnarlömbum skotárásarinnar í Connecticut

Minningarorð Robbie um 6 ára dóttur sína 

SHARE