Leiðrétting – faðir Adams hefur leiðrétt misskilninginn, drap ekki pabba sinn

Hér áður var meðal annars minnst á að samkvæmt fréttatilkynningum í Bandaríkjunum hafi því verið haldið fram að Adam hefði drepið bæði föður sinn og móður. Það var hinsvegar ekki tilfellið og steig faðir hans fram seinna og lýsti yfir samúð sinni með fórnarlömbum árásarinnar. Peter Lanza, faðir árásarmannsins Adam Lanza sem framdi fjöldamorð í barnaskóla í Connecticut, hafði enga vitneskju um hvað sonur hans hugðist gera. Peter gaf frá sér yfirlýsingu:

“Við vottum fjölskyldu fórnarlambanna og öllum þeim sem slösuðust alla okkar samúð. Fjölskylda okkar syrgir með ykkur eftir þennan harmleik. Við getum í raun ekki lýst því í orðum hversu brotin við erum yfir atburðum síðustu daga. Við erum í einhverskonar afneitun og okkur langar ekki að trúa því sem hefur gerst, við erum að reyna að finna einhver svör. Við spyrjum okkur líka, eins og þið, af hverju. Við höfum hjálpað lögreglunni á allan mögulegan hátt og munum halda því áfram. Eins og svo mörg ykkar erum við sorgmædd”

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here