Ef þú ert með undirhöku og hefur gert allt til að losna við hana? Það eru nokkrar ástæður fyrir því að fólk fær undirhöku. Ein ástæðan er að manneskja er í yfirþyngd og svo getur þetta líka komið út af æfingarleysi en það gefur augaleið að maður er ekki mikið að æfa þá vöðva sem eru þarna undir.

Sjá einnig: Besta leiðin til að losna við bauga

Með aldrinum verður húðin slappari og þess vegna er gott að halda húðinni stinnri með reglulegum æfingum.

 

Ég fór að grennslast fyrir á netinu og rakst á þessar æfingar sem hægt er að gera til að minnka undirhöku og jafnvel láta hana alveg hverfa. Ég ábyrgist ekki árangur þessara æfinga því ég hef ekki prófað þær sjálf en er mjög forvitin að vita hvort þetta beri í raun árangur.

SHARE