Áhugaverð tilraun eineggja tvíbura

Í 12 vikur frá janúar til mars gerðu eineggja tvíburarnir Hugo og Ross tilraun. Hugo (til vinstri) borðaði bara vegan og Ross (til hægri) fór á mataræði sem byggist aðallega upp á mikilli kjötneyslu.

Bræðurnir gerðu þessa tilraun í samvinnu með vísindamönnum í King’s háskóla, en vísindamönnunum var ljóst að þeir fengju einstaklega áreiðanlegar niðurstöður á prófunum sínum, þar sem mennirnir eru eineggja tvíburar. Þeir fylgdust meðal annars með þyngd bræðranna, kólestróli og líkamsfitu.

Sjá einnig: Eiginmaðurinn býr um rúmið eftir 45 ár

Bræðurnir voru í þrekþjálfun fimm til sex sinnum í viku.

Hér er dæmi um máltíð hjá Hugo:

Hér er dæmi um máltíð hjá Ross:

Niðurstöður þessarar tilraunar voru eftirfarandi:

Hugo var um 84 kg í byrjun tilraunarinnar með 13% fituprósentu. Eftir tilraunina var hann 1,8 kg léttari og var með fituprósentu upp á 12%. Kólestrólmagnið í blóði hans hafði lækkað og Hugo sagðist hafa meiri og stöðugri orku. Það gæti orsakast af því að blóðsykur hans var ekki að falla eins oft og hann gerði áður.

Þegar Hugo var á Vegan mataræði fann hann að hann hafði betri einbeitingu, sem væntanlega má tengja við blóðsykurinn líka. Það voru samt neikvæðar afleiðingar af þessu líka. Að einhverjum óþekktum ástæðum segist Hugo hafa misst alla kynhvöt, þó hann taki fram að þetta þurfi alls ekki að henda alla.

Ross var 79 kg í byrjun 13% í fituprósentu. Hann bætti á sig 4,5 kg og fituprósentan fór upp í 15% og hann var 83 kg þegar tilrauninni lauk. Ross hefur alltaf verið aðeins stærri en Hugo, breyttist ekki mikið í tilrauninni en kólestrólmagnið hélst eins í 12 vikur.

Sjá einnig: Hann fær ALVEG nóg!

Annað áhugavert sem kom í ljós við þessa tilraun var, að þegar tekin voru saursýni hjá bræðrunum, við upphaf og endi tilraunarinnar, kom í ljós að meltingafæri Hugo höfðu byggt upp aukavarnir fyrir sjúkdómum eins og sykursýki 2 og offitu. Það sýnir en og aftur að vegan mataræði hefur góð áhrif þegar kemur að því að vinna gegn lífstílstengdum sjúkdómum. Hinsvegar kom líka í ljós að fjölbreytni örvera í þörmum bræðranna minnkaði töluvert. Breytingin hjá Ross var samt minni hjá Ross en Hugo.

Eftir tilraunina sögðust bræðurnir alveg hafa viljað hafa hana lengri, til að fá enn betri niðurstöður. Þeir eru jafnvel að hugsa um að endurtaka þetta og vera þá í 6 mánuði eða ár, í stað 12 vikna

SHARE