AirBnB: Rómantískur leynkofi í anda Péturs Pan er til útleigu!

Er þig farið að lengja eftir sumri og sól? Ilmandi blómum og fuglasöng? Hvernig þætti þér að eyða eins og viku í litlu ævintýrahúsi sem minnir einna helst á heimkynni Péturs Pan og þræða handgerða tréstígu til að komast milli herbergja?

Möguleikarnir á frumlegu, skemmtilegu og allt öðruvísi sumarfríi eru orðnir nær endalausir. Fyrir tilstilli vefsíðunnar AirBnB (sem undirrituð skoðar gjarna þegar útþránna keyrir um þverbak) er hægt að bóka gistingu nær hvar sem er í heiminum – að því tilskyldu að sparireikningurinn leyfi slík útgjöld.

.

789x526xpeterpan5.jpg.pagespeed.ic.iUBwfgY9TniOl_Ut7gry

767x544xpeterpan10.jpg.pagespeed.ic.caQQobNY6tAduhGTsp20

.

Í Atlanta, Georgia er að finna þetta gullfallega tréhús sem er í eigu hjóna nokkurra sem leigja út unaðinn til notenda AirBnB gegn hóflegu gjaldi OG tréhúsið er útbúið þráðlausri nettengingu! Hjónin heita Peter og Katie, en þau byggðu í sameiningu ævintýrakofann sem er eins og sniðinn að ævintýraþrá ferðalanga sem hafa fengið sig fullsadda á hefðbundnum hótelpakkaferðum og þrá að prófa eitthvað algerlega nýtt í sumarfríinu þetta árið. Eða það næsta. Tréhúsið er ekki á förum og það er sérhannað til útleigu.

.

751x500xpeterpan16.jpg.pagespeed.ic.k5C61I-0f2ueJyUF9avu

751x502xpeterpan15.jpg.pagespeed.ic.mF-n0gtz3mvSnhs0x6lW

.

Í raun eru möguleikarnir óþrjótandi; útskriftar- eða brúðkaupsferð, ævintýraþorsti, helgarleyfi eða einfaldlega verðskulduð hvíld. Hver getur ekki skáldað upp sennilega ástæðu til að leigja tréhús á borð við þetta – feta sig yfir handgerðar trébrýr til að ganga úr svefnherberginu yfir í setustofuna, njóta þess að finna angan af nýföllnum laufum og taka inn náttúrufegurðina, hlýða á söng engispretta í suðurríkjarökkrinu þegar kvölda tekur og grípa í gítarinn yfir kertaljósum og léttum svaladrykk?

.

753x501xpeterpan14.jpg.pagespeed.ic.OzcMMAWMwRFEmVGxOegJ

750x501xpeterpan13.jpg.pagespeed.ic.7dB6-JUY2wyS4r3mgPmb

.

Sjálft tréhúsið stendur keikt í hjarta Atlanta, Georgia í Bandaríkjunum og er umlukuð skógi. Í miðri borg. Einmitt. Þrjú yndisleg herbergi er að finna í ævintýralegu tréhúsinu sem einna helst minnir á draumahús allra eilífðarbarna sem neita að vaxa úr grasi og verða fullorðin (rétt eins og Pétur Pan forðum daga) en öll herbergin eru aðskilin – þ.e.a.s. þrir kofar tengjast hvorum öðrum – en á milli kofann eru handgerðar, hnýttar trjábrýr.

.

751x502xpeterpan9.jpg.pagespeed.ic.4eUUluhCvv5UCvhq4CTR

751x500xpeterpan8.jpg.pagespeed.ic.Q2KEdt3I9hdzkWrTnC1H

.

Stássstofan er ekki af verri endanum og státar af aldargömlum antíkhúsgögnum; 80 ára gömlum skrautgluggum, 12 kerta ljósakrónu, seturými fyrir sex manns og undursamlegum svölum með útsýni yfir gróskumikið skóglendi.

.

667x502xpeterpan7.jpg.pagespeed.ic.Q2kLvl2DItCTD0_YIC1i

748x500xpeterpan6.jpg.pagespeed.ic.7XMXT5_zf2-dm4ZSTK6E

.

Tvíbreitt rúm er í tréhúsinu með þéttofnum og dúnmjúkum baðmullar-sængurfötum, en hægt er að breiða út dýnu á sólpallinn fyrir framan og hlýða á ljúfan lækjarniðinn sem hvíslar leyndarmálum að gestum. Gætt hefur verið að hverju smáatriði í þessum gullfallega ævintýrakofa; en á sólpallinum má finna setupláss fyrir tíu manns – nema ætlunin sé að kasta sér i hengirúmið sem tyllt hefur verið á 150 ára gamla eikina sem skýlir sjálfu tréhúsinu.

.

752x501xpeterpan4.jpg.pagespeed.ic.FQCQ9PBuKETlp_F_UvsP

752x499xpeterpan3.jpg.pagespeed.ic.3MY2l-jtqrcYR86fSptV

.

Enn ekki sannfærð/ur um að litla tréhúsið í Atlanta, sem minnir einna helst á heimkynni Péturs Pan og félaga sé í raun jafn gott og yndislegt og auglýsingarnar vilja meina? Lestu athugasemdir og umsagnir gesta sem þegar hafa riðið á vaðið og hlýtt á krybburnar að kvöldi, horft dreymnum augum út í grasi vaxinn skóginn sem lúrir í miðri stórborg og sofið værum blundi í heimkynnum þeirra sem neita að vaxa úr grasi og aðhyllast frumleg og öðruvísi sumarfrí. Enn hefur engin neikvæð umsögn borist og pantanir streyma inn.

.

752x503xpeterpan2.jpg.pagespeed.ic.Q7znVdTic8_v_AkUcHb6

749x500xpeterpan1.jpg.pagespeed.ic.-if3GPDsR2ZPKgVsfGio

.

Að vísu kostar nóttin litlar 50.000 íslenskar krónur (u.þ.b.) en lágmarksdvöl í fallega ævintýrakofanum eru 2 nætur. Smáaurar samanborið við þær undursamlegu minningar sem ferðalangar taka með sér heim eftir skemmtilega helgardvöl sem ylja huganum ævina á enda.

Hægt er að bóka gistingu í ævintýrakofanum gegnum vefsíðu AirBnB – leyfðu okkur að fylgast með ef þú ákveður að gista í  tréhúsinu sem trónir keikt í ævintýraskóginum!

Tengdar greinar:

13 guðdómlegar sundlaugar

Vetrarparadís með öllu sem þú þarft – Leyfum okkur að dreyma – Myndir

Byggt frá grunni á hverju ári – Öðruvísi hótel í Svíþjóð – Myndir

SHARE