Vetrarparadís með öllu sem þú þarft – Leyfum okkur að dreyma – Myndir

Hver væri ekki til í að fara í svona vetrarparadís í rómantík og dekur? Í Chalet Citrine er þetta allt í boði auk þess sem frábært skíðasvæði er þarna við bygginguna. Skíðahótelið er staðsett við landamæri Frakklands og Ítalíu.

Þetta er vægast sagt glæsilegt hótel þar sem viður, feldir, og arineldur blandast við nútímaþægindi eins og bíóskjái, snyrtistofu,nuddpotta og íþróttasali.

Þetta er örugglega ekki það ódýrasta en það er ekkert að því að láta sig dreyma.

SHARE