Aldrei of seint að hætta að reykja

Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Vísindamenn gerðu rannsókn og komust að því að þeir sem hætta að reykja fyrir fertugt geta lifað jafn lengi og þeir sem reykja ekki. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að einstaklingar sem hætta að reykja, óháð aldri, geta náð svipuðum lífslíkum og þeir sem ekki reykja um það bil 10 árum eftir að þeir hætta og nær helmingur af þeim ávinningi sem næst með því að hætta að reykja, verður kominn í ljós á fyrstu þremur árum eftir að viðkomandi hættir.

Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu NEJM Evidence og voru þær byggðar á umfangsmikilli rannsókn sem gerð var af vísindamönnum frá háskólanum í Toronto. Rannsóknin náði til um 1,5 milljón fullorðinna frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Noregi sem var fylgt eftir í 15 ár.

„Reykingafólk á aldrinum 40 til 70 ára eru þrefalt líklegri til að deyja, ef tekið er mið af þeim sem aldrei hefur reykt, sem þýðir að reykingamanneskja getur misst 12-13 ár af lífi sínu. Fyrrum reykingafólk getur dregið úr líkum á ótímabæru andláti um 30% ef það hættir að reykja. Það, að hætta að reykja, á hvaða aldri sem er, hefur verið tengt lengri lífaldri og meira að segja þeir sem hættu kannski bara í um 3 ár, juku lífslíkur sínar um allt að 6 ár,“ sagði í fréttatilkynningu frá rannsóknarteyminu.

Þeir sögðu einnig að það, að hætta að reykja, á hvaða aldri sem er, því fyrr því betra, dregur mikið úr hættu á æðasjúkdómum, öndunarfærasjúkdómum og æxlismyndunum.

„Margir halda að það sé of seint að hætta að reykja, sérstaklega á miðjum aldri. En þessar niðurstöður ættu að sannfæra þá um annað. Það er aldrei of seint, áhrifin eru hröð og þú getur dregið úr áhættu á að þú fáir alla þessa helstu sjúkdóma, sem þýðir lengra og betra líf,“ segir einn af rannsakendum Prabhat Jha.


Sjá einnig:

SHARE