Allir brjálaðir út í þessa konu fyrir uppátæki hennar í flugvél

Ferðamaður kom öllu í uppnám í flugvél sem hún var í, á dögunum. Kona sem sat hinum megin við ganginn og einni röð fyrir aftan smellti mynd af þessu athæfi konunnar, en hún var að setja á sig naglalakk með tilheyrandi sterkri lykt sem fljótlega dreifðist um vélina.

Það var lítill hluti fólks sem sá ekkert athugavert við að konan væri að gera þetta í þessu þriggja klukkustunda flugi, en flestir voru reiðir og hneykslaðir á ruddaskapnum og tillitsleysinu í konunni.

Konan sem kvartaði sagði frá því á netinu að hún hafi beðið konuna að hætta og fleiri en hún hafi virt það að vettugi. Þegar flugfreyjan bað hana líka að hætta þá sagðist hún ekki ætla að gera það því hún væri að fara að setja seinustu umferðina á sig.

Konan sem sagði frá þessu skrifaði um þetta á Reddit og fólk hefur greinilega misjafnar skoðanir á þessu en flestir voru sammála um að þetta væri dónaskapur. Sumir veltu því fyrir sér hvort leyfilegt væri að vera með naglalakk í handfarangri.

Heimildir: dailymail.co


Sjá einnig:

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here