Amber Heard talar um heimilisofbeldi

Amber Heard (30) og Johnny Depp skildu fyrr á þessu ári eftir að upp komst um að Johnny hafði beitt Amber andlegu og líkamlegu ofbeldi á þeim tíma sem þau voru saman. Mikið mál var gert úr atvikunum og komu þau í fjölmiðla.

Sjá einnig: Amber Heard og Johnny Depp búin að ná sáttum

Johnny neitaði alfarið fyrir að hafa orðið Amber að einhverju meini, þrátt fyrir að hún hafi borið þess merki og hafði sönnunargögn til að styðja við mál sitt.

Amber fór í viðtal nýlega þar sem hún talar opinskátt um aðstöðuna sem hún var í. Hún segir meðal annars að það sé mikill munur á milli þess að verða fyrir heimilisofbeldi af einhverjum sem maður elskar og einhverjum sem þú þekkir ekki.

Sjáið myndbandið og heyrið hvað hún hafði að segja um sína upplifun.

 

 

SHARE