Angelina Jolie er föst heima með hlaupabólu

Leikkonan Angelina Jolie varð fyrir því óláni að næla sér í hlaupabólu á sama tíma og hún er að frumsýna nýjustu kvikmynd sína Unbroken.

Angelinu þótti mikilvægt að koma þessum skilaboðum til aðdáenda sinna og tók því upp kveðju til þeirra sem síðan var sett á netið:

Ég vil bara vera heiðarleg með það af hverju ég mun missa af frumsýningum á Unbroken næstu daga. Ég uppgötvaði í gærkvöldi að ég væri komin með hlaupabólu. Svo ég mun vera heima, með kláða og mun missa af þessu öllu sem ég trúi varla, því þessi kvikmynd þýðir svo mikið fyrir mig.

Leikkonan var miður sín yfir þessu en bætti um leið við hlæjandi að svona væri nú lífið.

Angelina leikstýrir kvikmyndinni og hefur verið önnum kafin síðustu daga við að kynna myndina þangað til hlaupabólan náði henni.

Tengdar greinar:

Angelina Jolie bjargar aðdáanda frá því að troðast undir

Fyrstu myndir úr brúðkaupi Angelinu Jolie og Brad Pitt

Fleiri aðgerðir fyrir Angelinu Jolie

SHARE