Appelsínukjúklingur – Uppskrift

Appelsínukjúklingur eða “orange chicken” er geysivinsæll kínversk-amerískur réttur. Í Bandaríkjunum er til dæmis að finna aragrúa kínverskra veitingastaða sem selja appelsínukjúkling. Snilldin hefur svo breiðst út um allan heim og kínverskir staðir hér á klakanum bjóða margir hverjir upp á réttinn. Að sjálfsögðu getum við búið til appelsínukjúkling heima líka.

Þessi útfærsla mín heppnaðist mjög vel þó ég segi sjálf frá. Garnagaulið byrjar þegar þú finnur súrsætan ilminn af sósunni þar sem hún mallar í pottinum. Kvöldið er svo fullkomnað þegar þú kjamsar á lungnamjúkum kjúklingum sem hefur karamellast í appelsínusósunni.

 

1 bakki kjúklingabringur eða lundir

1 brokkolíhöfuð

4-5 sveppir

1 tsk sesamfræ (hægt að skipta út fyrir kasjúhnetur)

 

Marinering

2 msk tamari sósa

2 cm bútur engifer

1 tsk sesamolía

 

Appelsínusósa

1 ½ dl Floridana appelsínusafi eða morgunsafi

2 msk hunang

1 msk thai sweet sósa

1 msk kókosolía

1 tsk soya sósa

Rifinn appelsínubörkur af 1 appelsínu

2 tsk maizena mjöl + vatn til að hræra upp

 

Aðferð

1. Skerið kjúklinginn í litla bita

2. Blandið saman tamari sósu, smátt söxuðum engifer og sesamolíu í skál. Marinerið kjúklinginn í þessu í 20-30 mínútur.

3. Setjið allt innihaldið (fyrir utan maizena) sem á að fara í sósuna í pott og hitið upp að suðumarki.

4. Hrærið maizena mjölið út í vatni  og bætið í 2 – 3 skömmtum við sósuna.

5. Lækkið hitann undir pottinum og látið malla aðeins áfram.

2014-02-20 18.45.35

6. Hitið olíu á pönnu og hellið kjúklingnum út á vel heita pönnuna.

7. Skerið niður brokkolí og sveppi og bætið út á pönnuna. Blandið og steikið áfram í 3-5 mínútur.

2014-02-20 18.45.21 2014-02-20 18.47.16

8. Færið kjúklinginn í eldfast mót og hellið appelsínusósunni jafnt yfir.

2014-02-20 18.49.52

9. Ristið sesamfræ á þurri pönnu og dreifið yfir fatið.

10. Færið fatið inn í ofn og bakið við 180 gráður í 10-15 mínútur.

11. Berið fram og njótið vel!

2014-02-20 19.12.51

 

 

 

SHARE