Arna Bára vill komast á lista Maxim yfir 100 flottustu konur heims “það gæti verið að ég komist í tökur hjá þeim líka”

Arna Bára Karlsdóttir hefur mikið verið milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en hún vann keppnina Playboy´s miss social á dögunum. Við tókum viðtal við hana eftir að hún vann þann titil sem sjá má hér . Arna Bára er þó aldeilis ekki hætt og nú hefur hún sett sér annað markmið – að komast á lista Maxim yfir 100 fallegustu konur heims. Við fengum að heyra í Örnu Báru og spurðum hana út í þetta nýja markmið og fengum fréttir af Playboy tökunum sem eru á næsta leiti.

Segðu mér frá Maxim hvernig blað er það?
“Maxim er glamour gellu blað sem er mjög vinsælt í öllum löndum og eru flottustu konur heims sem komast á top 100 listan hjá þeim.”

Arna Bára segir að það sé vinsælt hjá stelpunum sem vinna Playboy miss social að sækjast eftir að komast á listann
“Ég tók eftir því að hinar stelpurnar sem hafa unnið þessa titla eru allar að reyna að koma nöfnum sínum á þennann lista því að þá er hægt að landa mörgum stórum módelverkefnum. En það gæti vel verið að ég komist í tökur hjá þeim líka.”

Aðspurð segist Arna nú þegar hafa fengið mörg tilboð og þá meðal annars um að sitja fyrir í Maxim í Grikklandi. 

máttu sitja fyrir hjá Maxim ef þú vinnur hjá Playboy? væri það ekki vandamál? 
“Ég er ekki alveg með það á hreinu. Ég fer í tökuna 29. Janúar og fer þá á viðskiptafund uppí Playboy þar sem að ég fæ að vita allt svona.”

Eins og við sögðum frá á dögunum í viðtali sem við tókum við Örnu hér, þarf Arna að taka móður sína með í Playboy tökuna. Ástæðan er sú að sonur hennar er enn á brjósti og því tekur hún hann með, einhver þarf að vera hjá drengnum á meðan Arna er í tökunum og hefur móðir hennar boðist til þess. Flugið út er dýrt og Arna stofnaði reikning þar sem fólk gat lagt styrki inn að vild.
Segðu mér Arna, hvernig hefur söfnunin gengið?
“Söfnunin hefur gengið vonum framar! Frábært hvað allir eru gjafmildir svona rétt fyrir jólin. Ég hef bara fengið peningastyrki frá útlendingum og frá Hrefnu vinkonu, Hún var svo sæt að koma söfnuninni á stað með að gefa 16 dollara.”

Þegar Arna lendir í L.A. fær hún aldeilis prinsessumeðferð:
“Ég flýg út 28-29 Jan. Þau vilja að ég sé komin helst daginn áður svo að ég sé útsofin og svona. Ég verð sótt uppá Flugvöll með limmu og farið með mig uppí aðal skrifstofu Playboy þar sem að er farið yfir samninga og svo uppí stúdíó þar sem verður útvarpsviðtal sem að er líka tekið á Cameru og kemur í Playboy TV. Svo verður myndatakan heill dagur og ferð Í Playboy Mansion”

Hvert er markmiðið með þessari ferð?
“Markmiðið með þessari ferð er að skemmta mér og reyna að landa fleirri módelverkefnum þarna úti.”

Hvernig hafa viðbrögð fólks verið við þessu öllu saman, hefur þú fengið mikla gagnrýni?
“Ég sjálf hef ekkert fengið mikla gagnrýni, allavegana ekki sem ég veit af , en myndbandið mitt með Thank you ræðunni frægu hefur alveg fengið smá leiðinleg comment en ekkert sem ég hlæ ekki af. Enda var þetta video bara gert fyrir útlendingana sem studdu við mig og þeir fíla alveg í tætlur svona æsing og spenning og það var það sem þeir fengu beint í æð. Enginn Íslendinur átti að sjá það og það endaði með næstum 32.000 áhorf.”

Arna hefur þó ekki einungis fengið leiðindar athugasemdir og hún lenti í skemmtilegu atviki í Elko á dögunum
“það er mikið af fólki sem stoppar mig út í búð og hrósar mér og spjallar við mig. Eitt fyndið atriði var þegar ég var Í Elko og starfsmaður réttir upp hendina til að gera 5 og labbar að mér þannig að ég smelli á hann 5 og hrósar mér eitthvað á mega hraðferð í jólakösinni, það var bara gaman”

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here