Austurrískt sveitagúllas – Uppskrift

Þetta Gúllas er alveg einstaklega gott og þessa uppskrift fékk ég hjá frænku minni sem var skiptinemi í Austurríki, að hennar sögn er geggjað að fá sér bjór og súrkál með þesssu!

Sjá einnig: Hollt og gott gúllas

Uppskrift:

1 lítill pakki beikon
1/4 bolli smjör
2 laukar
1 msk paprikuduft
800 gr nautagúllas
2 hvítlauksrif (ég set alltaf 4)
1/2 bolli vatn
2 nautakjötskrafts teningar
1 msk kúmenfræ
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Laukur og kjöt steikt á pönnu ásamt beikoni sem búið er að skera í bita. Restinni bætt saman við látið krauma við lágan hita eins lengi og hægt er, samt minnst 40 mín. Nauðsynlegt er að bera þetta fram með kartöflum, mjög gott að sjóða þær sér og svo skræla og bæta útí gúllasið.

Sjá einnig: Uppáhalds kjúklingauppskriftin mín

Algerlega nauðsynlegt að njóta þess að borða hvern einasta bita því bragðið er OSOM!

 

 

 

 

 

SHARE