Bankabyggs- og fennelsalat

Bankabygg er trefjaríkt heilsukorn sem gott er að nota í pott- og pönnurétti , grauta, salöt og súpur. Margir nota Bankabygg í kjötsúpuna og sem meðlæti með kjöt,- fisk,-  og grænmetisréttum í stað hrísgrjóna.

Þetta salat er algjörlega geggjað og er af síðunni Allskonar.is

 • 225 gr bankabygg
 • 8 dl vatn
 • 1 meðalstór fennell, fínsneiddur
 • 1 rauðlaukur, fínsneiddur
 • 1 meðalstór gulrót, gróft rifin
 • handfylli steinselja, söxuð
 • 4 tsk fennelfræ, möluð/steytt
 • 3 msk ólífuolía
 • rifinn börkur og safi úr 1 sítrónu
 • 1 msk fljótandi hunang
 • 2 tsk sjávarsalt
 • 1 tsk nýmalaður svartur pipar

Undirbúningur og Eldunartími: 45 mínútur

Byrjaðu á að sjóða byggið í vatni við meðalhita. Sjóddu í um 35 mínútur, helltu vatni af bygginu ef eitthvað er.

Skerðu grænmetið í skál og rífðu börkinn af sítrónunni út í.
Hrærðu saman fennelfræjunum (gott að steyta þau í mortéli fyrst til að fá bragðið fram), ólífuolíunni, sítrónusafanum, hunangi, saltinu og piparnum.
Bættu bankabygginu út í grænmetið og helltu dressingunni yfir. Blandaðu vel saman.

Smakkaðu til með meira salti og pipar eftir smekk.

Endilega smellið einu like-i á Allskonar á Facebook.

SHARE