Barnaníðingar á barnaníðinga ofan – Bókstaflega!

Ég fyllist reiði og viðbjóði á þessari umræðu um barnaníðinga. Mér finnst samt sem áður þessi umræða eiga fullkomlega rétt á sér og sjálfsagt eru margir sem ekki eru sammála því. Auðvitað eru þessi mál sárari en flest annað og fyrir aðstandendur níðinganna og fórnarlambanna er þetta örugglega helvíti á jörð. En við skulum aldrei gleyma því hvaða helvíti börnin hafa gengið í gegnum, kannski árum eða áratugum saman. Þessir menn nýta sér sakleysi barnanna með því að koma inn sektarkennd sem heldur þessum börnum niðri og þau segja engum frá.

Barnagirnd er orð sem mér finnst ekki að eigi að vera til en talið er að um 1% karlmanna séu „haldnir þessu“. Hvað er þetta eiginlega! Já já þessir menn eru veikir og ég tel (takið eftir, mitt álit, ekki ritstjórnar eða læknisfræðilegt mat einhvers) að það sé ekki hægt að lækna þetta. Þess vegna finnst mér alveg skelfilegt til þess að hugsa að menn sem eru búnir að ræna æsku barnanna og brjóta svona harkalega á þeim, eru í fangelsi í örfá ár en koma svo bara út úr fangelsi og halda áfram við sömu iðju.

Mér finnst að barnaníðingar eigi að vera teknir úr samfélagi við börn, fyrir fullt og allt. Þeir eiga ekki að vera í fangelsi í nokkur ár og svo, bingó, hann er fluttur í blokkina beint á móti leikskólanum, eða grunnskólanum.

Mér finnst að það eigi að búa til sambýli fyrir þá út í sveit, eða jafnvel bara uppi á Vatnajökli, einhversstaðar þar sem þeir væru, án internets, gsm síma og annarra þæginda. Þeir hefðu útivistarreglur og störf á sambýlinu og væru undir stöðugu eftirliti. Þeir hefðu aðgang að bókum, handavinnu og þessháttar. Þeir kæmust ekki í snertingu við börn né barnaklám og væru aðeins í samskiptum við hvorn annan.

Þetta þætti mér góð lausn!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here