Það vita allir sem eiga börn að maður getur átt svefnlausar nætur þegar þau eru ung. Yfirleitt gengur „svefnlausa“ tímabilið yfir og vandamálið verður gleymt að mestu eftir einhvern tíma. Í þessari heimildarmynd er sagt frá lítilli stúlku sem sefur lítið sem ekkert á nóttunni. Móðir hennar er ráðalaus og fram til þessa hefur enginn getað sagt henni hvers vegna barnið hennar er svona á nóttunni.
https://www.youtube.com/watch?v=y87CELl2HTg&ps=docs
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.