„Bjartsýnn og ætla að njóta hverrar mínútu“

Á fimmtudagskvöld verða haldnir stórir tónleikar í Hörpu til styrktar ljósmyndaranum og margmiðlaranum Ingólfi Júlíussyni.
Hann hefur barist við hvítblæði sem hann greindist með fyrir um 5 mánuðum og hefur verið óvinnufær síðan þá. Ingólfur hefur farið í 3 erfiðar lyfjameðferðir sem ekki hafa borið árangur og hefur meðferðum nú verið hætt.
Ingólfur hefur verið mjög jákvæður allt þetta ferli og er það ennþá og segist í samtali við hun.is vera farinn að leita sér óhefðbundinna lækninga. Hann segist líka ætla að hafa það sem allra best með fjölskyldu sinni og vinum: „Ég er að ná um þreki eftir spítalalegu og sýkingar og er rosalega bjartsýnn á allt og ætla að njóta hverrar mínútu.“
Ingó er í meðferð hjá Kolbrúnu grasalækni og segist ekki vera frá því að það sé að virka.
Á tónleikunum munu margir flottir listamenn koma fram og allt fólkið sem fram kemur gefur framlag sitt til tónleikanna. Meðal þess eru Ari Eldjárn, Hörður Torfason og hljómsveitirnar og tónflokkarnir Bodies, Dimma, Fræbbblarnir, Hellvar, Hljómeyki, Hrafnar, KK, Nóra, Nýdönsk, ÓP-hópurinn og Q4U.

Miðasala á midi.is

Þeim sem ekki komast á tónleikana en vilja styrkja Ingólf og fjölskyldu hans er velkomið að leggja inn á eftirfarandi bankareikning: Banki: 0319 Hb 26. Reikningsnúmer 002052. Kennitala: 190671-2249.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here