Bjúgur – Hvað veldur og hvað er til ráða?

Heilsa.is sérhæfir sig í að bjóða vörur sem stuðla að heilsu og velllíðan en eru líka með heimasíðu sem er með allskonar heilsutengdum greinum.

 

Bjúgur er óeðlileg bólga einhvers hlutar líkamans vegna vökvasöfnunar. Þessi vökvasöfnun getur verið hvort heldur í staðbundnum parti líkamans eða öllum líkamanum. Bjúgur er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur einkenni einhvers kvilla. Til dæmis gæti bjúgur verið merki um skemmdir í míturloku hjartans og gigtarsótt. Besta meðferð við bjúg er að greina orsök hans, ekki síst þar sem hún kann að vera lífshættuleg. Meðferð gæti m.a. falið í sér saltskert mataræði.

Bjúgur myndast þegar bláæðar halda ekki sama rennslishraða og slagæðar svo að blóðrennsli að líkamshluta er meira en blóðflæði frá honum. Orsakir þessa geta m.a. verið langstöður sem valda bólgum í fótum eða ökklum, þröngur fatnaður, linir vöðvar í fótum, sértaklega kálfum, mikil saltneysla, heitt veðurfar, sum lyf, hungur og vannæring, æðahnútar, fyrirtíða einkenni, þungun, tíðablæðingar, notkun getnaðarvarnalyfja, offita, lifrasjúkdómar, hjartasjúkdómar og fl.

Sjá einnig: Sveppasýking – Hvað er til ráða?

Gott er að styrkja æðar, einkum háræðar með bókhveitijurt, hestakastaníu, geislablaði (Butcher´s broom), vallhumli og arniku. Til að losa sig við vökva eru notaðar vökvlosandi jurtir eins og elfting, brenninetla, gullhrís, birkilauf og túnfífill. Einnig eykur eplaedik vökvaútlosun.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Heilsa á Facebook

SHARE