Það er ótrúlega óþægilegt að koma heim og sjá að það hafi verið brotist inn hjá þér. Nate Roman í Marlborough lenti í því á dögunum að það var brotist inn hjá honum en engu var stolið. Það var hinsvegar búið að þrífa heimilið.
Sjá einnig: Hversu oft þarftu að þrífa?
Samkvæmt Boston Blobe segir Nate að hann hafi yfirgefið heimilið og komið að því óaðfinnanlegu, þ.e.a.s. fyrir utan að eldhúsið var ekkert þrifið. Hann segir að möguleiki sé á því að hann hafi skilið hurðina bakdyramegin eftir opna en hann sé ekki viss.
Búið hafði verið um rúmin, ryksuga og þríf klósett. Einnig voru skildar eftir origami rósir á klósettrúllunni inni á baði, bara svona til að toppa furðulegheitin alveg.
Sjá einnig: Reyndu bara að hlæja ekki!
Enn hefur ekki komið í ljós hver gerði þetta en getgátur eru um hvort fyrirtæki sem sjái um þrif hafi farið húsavilt.
Ég veit ekki með ykkur en ef þetta kæmi fyrir hjá mér, myndi ég bara vera ánægð, kannski skipta um skrá, en bara njóta þess að vera í hreinu íbúðinni minni 🙂
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.