Brendan Fraser hefur grennst mjög mikið

Brendan Fraser (54) mætti í BAFTA Tea Party í Beverly Hills á laugardaginn, þar sem fólk tók eftir því að hann hefur grennst mjög mikið. Brendan þurfti að bæta á sig töluverðu af kílóum til fyrir bíómyndina The Whale, en hann var líka í gervi sem gerði hann enn breiðari.

Í myndinni The Whale leikur Brendan enskukennarann Charlie, sem er um 270 kg og langar til að kynnast dóttur sinni sem þá er orðin 17 ára.

Brendan var tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyir hlutverk sitt í myndinni og hefur hann fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni.

Sjá einnig:

SHARE