Er ástin kviknuð á ný?

Einu sinni var Sean Penn giftur Robin Wright. Þau voru eitt af þessum pörum sem voru að hætta og byrja saman alltaf en þau byrjuðu að hittast árið 1989 og eignuðust dótturina Dylan árið 1991 og soninn Hopper Jack árið 1993. Þau giftu sig árið 1996 en skildu svo árið 2010. Sean kvæntist svo Leila George árið 2020 en þau skildu 2022, en Robin giftist Clement Giraudet árið 2018 og þau skildu nýlega.

Sean og Robin voru saman á allmörg ár og voru nokkrum sinnum búin að segjast ætla að skilja þó þau gerðu það ekki, þangað til þau létu verða af þessu árið 2010.

Seinustu helgi voru þau að ferðast í gegnum LAX en þau hafa ekki sést saman árum saman. Kannski að þau séu að rifja upp gömul kynni og jafnvel að það sé einhver glóð að kvikna hjá þeim aftur. Hvur veit?

Sjá einnig:

SHARE