Cara Delevingne segir karla ekki vera með „réttu tólin“ til að fullnægja konu

Cara Delevingne (30) lét hafa það eftir sér að karlar eigi erfitt með að fullnægja konum, af því þeir séu ekki með „réttu tólin.“

Cara, sem varð fyrst þekkt árið 2011 þegar hún tók þátt í tískusýningu Burberry í London Fashion Week, hefur síðan verið í krýnd „Fyrirsæta ársins“ árið 2012 og 2014. Hún hefur líka leikið í bíómyndunum Suicide Squad og Paper Towns.

Cara skilgreinir sig sem Pansexual og hefur verið í sambandi með Ashley Benson, Michelle Rodriguez og Jake Bugg.

Sjá einnig: Harry prins klæðir sig sem kóngulóarmaðurinn fyrir börn sem hafa misst foreldra sína

Heimildarþættirnir Planet Sex with Cara Delevingne eru nú að vekja mikla athygli en þeir eru sýndir á BBC Three. Í þáttunum fer Cara yfir allskonar fróðleik um kynlíf og vandamál í samböndum, vinsældir kláms og fleira. Í einum þáttanna fer hún yfir tengsl karla og kvenna, þegar á samförum stendur og talar um „Orgasm gap“ þar sem 95% karla fá fullnægingu en aðeins 65% kvenna.

Cara segir í þessum þætti: „Mér finnst almennt að karlar séu ekki með réttu tólin til að höndla konur, og þá á sérstaklega við á kynferðislegan hátt.“ Hún bætir svo við: „Frá því ég man eftir mér var alltaf talað um að typpi + píka = Fullnæging. Ég ætla ekki að fara eitthvað djúpt í það hvernig á að láta konu fá það, en það er mun flóknara og æðislega skemmtilegt.“

Cara segir líka frá því í þáttunum, að sem pansexual, hrífist hún aðallega að manneskjunni en ekki hvaða kyni hún er. Hún segist samt ekki hafa verið í sambandi með karlmönnum en hafi alveg áhuga á að stunda kynlíf með þeim.

SJÁ EINNIG:

SHARE