Notar mannslíkama til þess að mynda falleg landslög

Carl Warner er listamaður og ljósmyndarier þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir. Hann hefur notast við matvæli til þess að búa til landslagsmyndir og nú notast Warner við mannslíkamann til að lífga upp á ímyndaða umhverfi sitt í nýjustu verkum sínum.

Þó Warner sé stöðugt að hugsa um lokaniðurstöðuna, þá er vinna með mannslíkamann áskorun sem neyðir hann til að vinna hratt og sjá hvert myndatakan ber hann. Þrátt fyrir þá staðreynd að hver líkamsmynd virðist vera hrærigrautur af mörgum líkömum sem fléttast saman, vinnur Warner aðeins með einni fyrirsætu til að fá endanlega útlitið á hverri ljósmynd. Allt er sett saman í eftirvinnslu eftir að hafa fangað líkama þeirra frá ýmsum sjónarhornum.

Hægt er að fylgjast með þessum frábæra listmanni á Instagramsíðu hans.

Sjá einnig:

SHARE