Harry prins klæðir sig sem kóngulóarmaðurinn fyrir börn sem hafa misst foreldra sína

Hann er raunveruleg ofurhetja. Harry Bretaprins klæddi sig sem Köngulóarmaðurinn til að koma hugljúfum skilaboðum til syrgjandi barna sem hafa misst foreldrar sína er þeir hafa þjónað breska hernum. Hertoginn af Sussex – sem missti sína eigin móður, Díönu prinsessu, aðeins 12 ára gamall, segir í myndbandi sem var birt í árlegu jólaboði Scotty’s Little Soldiers á laugardagin, að krakkarnir þurfa ekki að hafa samviskubit yfir því að vilja njóta hátíðarinnar.

„Jólin eru tími þar sem við söknum ástvina okkar mjög mikið og það er allt í lagi, en á sama tíma er hægt að fá samviskubit yfir því að hafa gaman án foreldra okkar,“ sagði Harry í myndbandinu. „En ég er hér til að fullvissa ykkur um að foreldrar okkar vilja alltaf að við skemmtum okkur, svo hafðu ekki samviskubit. Þú hefur leyfi til að skemmta þér sem best, sérstaklega með Scotty’s Little Soldiers samfélaginu.

SHARE