Chris Pratt flutti hjartnæma ræðu um 2 ára son sinn

Árið 2014 landaði leikarinn Chris Pratt líklega stærstu hlutverkunum á leikaraferlinum sínum að mati margra en sjálfur segist hann hafa fengið stærsta hlutverkið fyrir tveimur árum þegar að hann varð faðir í fyrsta sinn.

Ég hef gert allskonar töff hluti sem leikari. Ég hef stokkið úr þyrlu og framkvæmt ýmisleg hættuleg áhættuatriði og spilað hafnarbolta á alvöru hafnarboltavelli, en ekkert af þessu skiptir meira máli heldur en að vera faðir einhvers.

Leikarinn hélt ræðu á föstudaginn á góðgerðarsamkomu March of Dimes Celebration of Babies í Los Angeles en hún er haldin árlega til að safna pening til styrktar þungaðra kvenna og heilsu barna.

Í ágúst árið 2012 eignaðist Chris sitt fyrsta barn með leikkonunni Önnu Faris. Barnið, sem var drengur, kom níu vikum fyrir tímann og vóg rétt í kringum 1,7 kílógrömm við fæðingu.

Fyrsti mánuðurinn í lífi sonar Chris, sem fékk nafnið Jack, var afar erfiður en ekki var vitað hvort hann myndi lifa af.

Ég gerði loforð á þeirri stundu um það hvernig faðir ég vildi verða og ég lagðist á bæn í von um að hann myndi lifa nógu lengi til að ég gæti uppfyllt þessi loforð.

Þrátt fyrir að læknar vöruðu við því að sonur þeirra gæti verið með einhvers konar fötlun og þyrfti aðgerð til að laga augun í honum þá sagði Chris að þegar þau loks fengu að fara með hann heim fóru þau heim með heilbrigt barn í höndunum.

Jack fór frá því að vera lítill og hjálparvana í það að vera sterkur, gáfaður, hamingjusamur, fyndinn, fallegur strákur sem elskar stóra bíla og Daniel Tiger og hvort sem þið trúið því eða ekki þá elskar hann grænmeti. Uppáhaldið hans er brokkólí og kirsuberjatómatar.

B3fjwY1CUAAQMhg

Tengdar greinar:

Það er alltaf von og þessar stjörnur sanna það

Syrgjandi faðir syngur fyrir nýfætt barn sitt

Þolinmóðasti faðir heims gefur út nýtt uppeldismyndband

SHARE