Chrissy Teigen svarar fyrir sig: „Ég hef bætt svolítið á mig“

Chrissy Teigen (37)er fyrirsæta og áhrifavaldur, auk þess að vera eiginkona John Legend og eiga með honum 3 börn. Hún er virk á samfélagsmiðlum og leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með því sem hún er að gera dagsdaglega.

Chrissy sýnir myndir úr hennar daglega lífi og af fjölskyldunni og börnum sínar. Hún hefur líka deilt með fólki sorgum sínum, eins og þegar hún missti fóstur.

Chrissy hefur líka verið óhrædd að birta myndbrot og myndir af sér án farða og hefur talað opinskátt um þær leiðir sem hún notar til að halda í unglegt útlit sitt. Nýlega fór þó af stað orðrómur um að hún væri búin að fara offörum í fegrunaraðgerðum og notkun á fylliefnum. Einn notandi sagði að hún væri að ganga of langt í fylliefnum og andlit hennar væri ekki eins og það var en bætti svo við að þessi athugasemd væri alls ekki illa meint. Chrissy svaraði fyrir sig og sagði að þær breytingar sem gætu hafa orðið á andliti hennar væru af því að hún hefði þyngst. Ekki af því að hún væri að láta setja fyllingar í sig.

SHARE