Christina Ricci deilir rúmi með 8 ára syni sínum

Christina Ricci sagði frá því nýlega í People að hún leyfi 8 ára syni sínum að sofa uppí hjá sér en dóttir hennar, Cleopatra sem er 9 mánaða, sofi í vöggunni sinni. „Það er alveg magnað að ég get lagt dóttur mína niður í vögguna og hún sofnar á meðan 8 ára barnið mitt sefur uppí hjá mér,“ sagði Christina.

Leikkonan sagði að sonur hennar, Freddie, hafi átt erfitt með svefn þegar hann var lítill og hún hafi ekki viljað að hann myndi gráta bara og gráta: „Hann öskraði sig hásan og barði svo höfðinu í vögguna.“

Sjá einnig: Segir John Travolta hafa kysst karlmann á hótelherbergi

Christina á Freddie með fyrrum eiginmanni sínum James Heerdegen, en þau eru skilin og hún á dótturina með núverandi eiginmanni sínum, Mark Hampton. Þau gengu í hjónaband í október 2021.

Cleopatra litla virðist njóta einverunnar en Christina segir að þau hafi ákveðið að prófa að leggja hana bara og eftir nokkrar mínútur hafi hún bara tekið utan um bangsan sinn og farið að sofa. „Það var bara eins og hún væri tilbúin og þetta hentaði henni mjög vel.“

SHARE