Segir John Travolta hafa kysst karlmann á hótelherbergi

Maður að nafni Mike Rinder gaf nýverið út bókina „A Billion Years: My Escape from a Life in the Highest Ranks of Scientology“, þar sem hann segir frá lífi sínu og reynslu í vísindakirkjunni, sem hann yfirgaf árið 2007.

Mike segist hafa verið beðin um að hjálpa John Travolta með vandamál í lífi hans og þá hafi hann séð John Travolta kyssa annan karlmann. Hann segir að þeir hafi verið að spjalla á hótel svítu leikarans þegar nuddari John, klæddur í baðslopp, gekk inn í herbergið og kyssti leikarann beint á munninn. John hafi þá sagt: „Ég kem eftir augnablik,“ og nuddarinn gengið inn í svefnherbergið.

Mike segir: „Þetta var mjög sjokkerandi að hann myndi gera þetta beint fyrir framan mig, sem kom frá vísindakirkjunni. Ætli þetta sé ekki bara merki um hversu mikið traust hann bar til mín.“

Sjá einnig: Hvert fór Jenna Marbles?

Fjölmiðlafulltrúi John vildi ekki koma með neina athugasemd varðandi þetta. Mike segir að John hafi verið fenginn inn í vísindakirkjuna, á sínum tíma, til að þess að koma skikki á ástarlíf sitt. John var vitaskuld giftur Kelly Preston og átti með henni 3 börn, en það hafi alltaf verið í gangi sögur um að John væri að eiga í ástarævintýrum með körlum. „Það hafa verið sögur um að hann hafi haldið við flugmann og klámstjörnu og marga fleiri karlmenn, allt frá því í byrjun 1990.“

SHARE