Croissant french toast

Þessi croissant eru eitthvað sem þú ættir að leyfa þér að borða um helgina. Þetta er einfaldlega of girnilegt og kemur frá Matarbloggi Önnu Bjarkar
f. 2-4
4 dagsgömul croissant, skorin langsum í tvennt
3 egg
1/2 dl matreiðslurjómi
1 tsk. sykur
1/2 tsk. kanill
1 tsk.  vanilludropar
Smjör til að steikja upp úr
Meðlæti:
Kalt smjör í bitum
Hlynsýróp
Jarðarber
Þeyttur rjómi
139
Ofninn er hitaður í 180°C. Það er betra að hafa croissant-in dagsgömul, svo þau haldi sér betur þegar þau eru lögð í bleyti.
145
Egg, rjómi, sykur og krydd þeytt saman í skál. Croissant-inu er sökkt, skorna hliðin fyrst, í eggjahræruna og þau látin drekka upp alla gómsætu bleytuna. Smjörklípa er brædd á meðalstórri pönnu, á frekar lágum hita fyrst. Croissant-in lögð á skornu hliðinni á pönnuna og hitinn aðeins hækkaður (ekki of mikið), og þau steikt í 3-4 mín. á hlið, stungið inn í ofninn til að halda þeim heitum á meðan þú klára að steikja restina. Svo kemur skemmtilegi parturinn, þegar þau eru borin fram með nokkrum bitum af köldu smjöri, hlynsýrópi, skornum jarðarberjum og taktu eftir, þetta er nauðsynlegt… topp af þeyttum rjóma. Svo er ekkert annað að gera en að halla sér útaf, með dagblöðin og sofna með þau á andlitinu Hamingja 🙂
SHARE