Demi Lovato er orðin ljóshærð

Demi Lovato (24) mætti með nýlitað hárið á viðburð sem kallaður var Koleston Astonishing Blonde hair dye og var haldinn í Mexíkó. Vanalega hefur Demi haldið sig við dökka litinn sinn og því afar óvanalegt að sjá hana algjörlega ljóshærða.

Sjá einnig: Demi Lovato nakin í tónlistarmyndbandi

Demi er alþjóðlegur sendiherra fyrir WELLA og kom fram fyrir vörumerkið og myndavélarnar með nýlitaða hárið. Demi leit stórkostlega út og vildi hún vera fyrir mynd kvenna sem þora að breyta útliti sínu. Hugmyndin á bak við breytinguna er að vörumerkið vill hjálpa konum að velja sér ljósan háralit sem endurspeglar þeirra innra ljós.

Demi segir að það að breyta um lit á hárinu endurspeglar hvernig henni líði, en hún hefur aðeins aflitað á sér tvisvar sinnum yfir ævina. Hún stendur á tímamótum þessa dagana og hefur meðal annars hætt með kærasta sínum til 6 ára, Wilmer Walderrama og hefur látið hafa eftir sér að stjörnulífið eigi alls ekki við hana.

Sjá einnig: Demi Lovato ætlaði að hætta á Twitter og Instagram

39788D9D00000578-0-image-m-15_1476775012610

39788DED00000578-0-image-m-14_1476775001890

Screen Shot 2016-10-18 at 09.12.14

SHARE