Díana prinsessa sem unglingur – Myndin boðin upp

Áður óþekkt mynd af Díönu Spencer eða Díönu prinsessu hefur komið fram á sjónarsviðið. Þetta er mynd af henni áður en hún verð prinsessa, þegar hún var bara unglingur. Talið er að myndin hafi verið tekin árið 1981 þegar Díana var aðeins 18 ára gömul.

Á myndinni má sjá Díönu með vini sínum, Adam Russell, í skíðaferðalagi og sést viskíflaska í glugganum við hliðina á þeim. Díana og Adam þessi voru aldrei par þó það sé gefið í skyn í ævisögu prinsessunnar að Adam hafi verið hrifinn af henni.

Á myndina er skrifað „Not To Be Published“ eða „Ekki til birtingar“ en nú er verið að bjóða myndina upp í RR Auction í New Hampshire og mun uppboðið enda 24. janúar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here