DIY: Snjókúlur úr vínglösum.

Jólaskreytingar þurfa ekki að kosta hálfan handlegg og geta verið alveg jafnfallegar ef ekki fallegri en þessar keyptu.
Hér sjáum við dæmi um snjókúlur úr vínglösum.

Stemware-Snow-Globes

Það sem þú þarft er: glas á fæti, lítil plastdádýr, önnur jólafígúra sem þér dettur í hug eða jólatré, gervisnjór eða glimmer, pappaspjald, tússpenni, skæri og límbyssa.

1) Hringur dreginn eftir vínglasinu á pappaspjaldið og klipptur út.
2) Hreindýrið eða annað sem vera á í snjókúlunni límt á pappaspjaldið með límbyssu. Einnig má nota ljósmynd, köngla, gamla skartgripi eða annað. Það má einnig skreyta eða mála pappaspjaldið áður.
3) Gervisnjór eða glimmer sett í glasið (nokkrar teskeiðar duga). Lím sett á brún glassins og það límt á pappaspjaldið.
4) Til að fela pappann sem gægist undan glasinu, setjið lím á og felið með hvítum glitter eða gervisnjó.

Að lokum má setja kerti, köngul eða skraut ofan á glasið.

 

SHARE