Draugur næst á myndavél með hreyfiskynjara – MYNDBAND

Hjónin Matthew og Lauren telja sig hafa náð draug á filmu, á gangi með hundinum þeirra á heimili þeirra í Ástralíu eina nóttina.

Matthew og Lauren

Það var laugardaginn 14. janúar sem hjónin telja að eftirlitsmyndavél þeirra, með hreyfiskynjara, hafi mögulega náð „draug“ á filmu. Matthew, sem segist undir flestum kringumstæðum ekki trúa á drauga eða annað yfirnáttúrulegt. Hann segist hinsvegar hafa fengið gæsahúð þegar hann sá þetta myndband.

„Draugurinn“ sést ganga í gegnum herbergið og hundurinn í fylgd með honum. Matthew segir að skápurinn sem veran virðist koma frá, sé skápur með ösku látinna ástvina ásamt fornmunum úr hinum ýmsu áttum. Einnig virðist „veran“ ekki hræða hundinn svo þetta hljóti að vera góður andi ef þetta sé vissulega andi.

Matthew segir að þau hafi ákveðið að deila myndbandinu og viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Ég trúi vanalega aldrei á neitt en ég get ekki útskýrt þetta myndband. Þetta er bara þarna!“

Sjá einnig:

SHARE