Drew Barrymore segir kynlíf leiðinlegt – Er búin að prófa allt

Drew Barrymore er þekkt fyrir að vera heiðarleg og opinská við aðdáendur sína og nú hefur hún opnað sig um hvernig kynlíf hennar er þessa dagana. „The Never Been Kissed“ leikkonan sem nú er 47 ára sagði að þrátt fyrir að vera „sóðastelpa“ væri kynlíf hennar nú virkilega leiðinlegt.

Hún ræddi þessi mál í Drew’s News hlaðvarpinu sínu, þar sem hún sagði að hún hefði „gert allt“ sem hún vildi prófa kynferðislega. Hins vegar var hún hlédræg þegar kom að smáatriðinum og sagði: „Ég mun aldrei segja frá þeim, það er bara fyrir mig. Hún bætti við: “Ég get skilið ákveðna kinky hluti. Heyrðu, ég hef prófað þetta allt. Ég hef gert allt – þess vegna er ég svo leiðinleg núna.” En varðandi„kinky hluti“, viðurkenndi hún að hún kannski líkaði ekki allt: „En mig langaði bara að prófa allt“ „Þessir dagar eru löngu liðnir,“ sagði hún. “Þegar ég var yngri hafði ég alla orku í heiminum. En núna, nei.”

Barrymore hefur ekki verið í sambandi síðan hún skildi við fyrrverandi eiginmanni sinn, Will Kopelman, sem hún var gift á milli 2012 og 2016. Hún skrifaði bloggfærslu í október: „Ég er ekki manneskja sem þarf kynlíf og þarf að fara út og eiga samskipti við fólk með kynlíf í huga „Ég er einhver sem er mjög staðráðin í að hlúa að því hvernig ungar stúlkur, dætur mínar og ég sem kona eiga að blómstra í þessum heimi. Barrymore á tvær dætur, Olive, 10 ára, og Frankie, 8 ára.

Leikkonan sagðist vel geta verið án kynlífs svo árum skiptir og sagðist hafa þurft að taka sér tíma frá kynlífi og samböndum til að jafna sig eftir skilnaðinn.

“Þetta tók sinn tíma. Ég er stolt af sjálfri mér að taka allan þennan tíma sem ég þurfti.” „Ég er bara á allt öðrum stað í lífinu og kannski í framtíðinni mun ég fara í annað samband,“ bætti hún við, „en það hefur einfaldlega ekki verið í forgangi hjá mér“.

SHARE