„Ég er engin dýramanneskja!“

Söngkonan Regína Ósk hefur alltaf nóg að gera í söngnum og segir okkur hér nokkur skemmtileg atriði um sjálfa sig.
Fullt nafn:  Regína Ósk Óskarsdóttir
Aldur: 35
Hjúskaparstaða:  Gift
Atvinna: Tónlistarkona

Hver var fyrsta atvinna þín? Ætli það hafi ekki verið barnapía þegar ég var 11 ára.
Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Mig reyndar langaði alltaf í snóþvegnar gallabuxur, apaskinnsgalla og allt sem að var í tísku, en mamma vildi aldrei kaupa þetta. Hún fór alltaf til útlanda og keypti eitthvað flott eða verslaði í geggjaðri búð sem hét “Vanir menn, villtar meyjar og vandræðabörn”  En ég átti hvíta Buffalo-skó!
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Eigum við ekki öll eitthvað sem við vitum bara?
Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já….ég fór í litun þegar ég var unglingur og það var gjörsamlega hræðilegt….illa gert og ég var gul!  Mamma fór svo með mig aftur og það var lagað.
Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Hef staðið mig að því já….
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Það er það vandræðalegt að ég vil ekki setja það á blað….vil helst gleyma því!
Í hvernig klæðnaði líður þér best? Kjólum
Hefurðu komplexa? Held að ég væri ekki mennsk ef að ég hefði þá ekki.

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt?  Allt er best í HOFI (á Akureyri)

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? mbl.is og Facebook

Seinasta sms sem þú fékkst? “Freddie-raddæfing kl 21:00 í kvöld” frá Ölmu Rut söngkonu

Hundur eða köttur?  Hvorugt!  Þeir sem þekkja mig vita að ég er engin dýramanneskja, þess vegna var farið með mig í húsdýragarðinn þegar ég var gæsuð mér til mikillar ánægju, eða ekki

Ertu ástfangin? Algjörlega!

Hefurðu brotið lög? Já, hraðakstur tvisvar sinnum 🙂

Hefurðu grátið í brúðkaupi? uhhh, já oft

Hefurðu stolið einhverju? Jebb, stal sleikjó þegar ég var lítil

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?  Hefði viljað halda áfram í píanónámi….annars er ég sátt

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég er spennt fyrir að byrja að Golfa, þannig ætli ég verði ekki að Golfa á daginn, út að borða, leikhús eða tónleikar á kvöldin….ferðast síðan út um allt. Njóta ljúfa lífsins og leika vonandi við barnabörnin 🙂

 

SHARE