„Ég er svo smá þarna niðri“ – Coco hefur áhyggjur af fæðingunni

Í nýjasta tölublaði In Touch opnar Coco (36) sig um meðgönguna og hvað það er sem veldur henni áhyggjum varðandi móðurhlutverkið, en við sögðum ykkur frá því fyrir skemmstu að hún gengur með sitt fyrsta barn um þessar mundir. Hún og maður hennar, Ice-T, eru spennt fyrir því að fara loks að fjölga mannkyninu saman en Coco segir að hríðirnar og fæðingin valdi henni mestum kvíða í þessu öllu.

coco

„Ef ég gæti komist hjá því að fæða, ætti ég líklega 5 börn,“ segir Coco í viðtalinu og bætir við: „Fólk hlær reyndar að þessu en ég er mjög smá þarna niðri. Ég veit að þetta verður sárt og mig langar bara alls ekki að þetta rifni allt saman.“

Coco hefur ekki þurft að ganga í gegnum það að vera með morgunógleði og tjáir sig aðeins um þyngdaraukninguna sem fylgir meðgöngunni: „Ég hef bara þyngst um rúm 2 kg. Ég hef verið fyrirsæta í 18 ár en um leið og ég varð ófrísk varð mér alveg sama um hvernig líkami minn lítur út.“

 

SHARE