Ég man eftir Ladda

Ég var svo heppin að fá að fara á einskonar forsýningu á nýju sýningunni hans Ladda, Laddi lengir lífið, í seinustu viku.

Þessi sýning var yndisleg og einlægni Ladda skein út í gegn og húmorinn var að sjálfsögðu allsráðandi. Ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna mér finnst Laddi svona fyndinn, og líka hvers vegna, að þegar ég hitti leið mér eins og ég væri að hitta Elvis. Jú það er vegna þess að Laddi var og er aðalgrínisti Íslands og hefur verið lengi. Ég man eftir Ladda frá svo mörgum tímabilum í gegnum uppvöxtinn.

Ég man til dæmis eftir þessari plötu. Ég hlustaði á hana óspart og þá sérstaklega lagið Súperman.

6225

Ég hlustaði líka ENDALAUST á þessa plötu með Glámi og Skrám og Sælgætislandinu, munið þið ekki eftir: „Hann er tannlaus greyið, takið eftir því, tönnunum hann týndi, takið eftir því, tönnunum hann týndi, sykursnúði í“

1849

Þessi plata var svo á fóninum öll jól og við bróðir minn kunnum hana utan að. Ég man ennþá hvað mér fannst merkilegt þegar mamma mín sagði mér að Laddi léki alla strumpana.

Merry_Christmas_Smurfs

Það komu auðvitað margir skrautlegir karakterar sem fóru fram hjá mér í denn þegar Heilsubælið var sýnt því að í minni sveit var ekki hægt að ná Stöð 2 og er ekki hægt enn þann dag í dag.

Eiríkur Fjalar var líka í miklu uppáhaldi hjá mér.

592179_165492956939554_153903810_n

Ég náði hinsvegar Ríkissjónvarpinu og horfði alltaf á „Á tali með Hemma Gunn“ og Laddi var með eftirminnilegar innkomur þar sem t.d. Elsa Lund og Dengsi. Ég beið alltaf spennt eftir þeim atriðum. Ég eignaðist jólaplötuna með Dengsa og á það til að setja hana á fóninn þegar ég fer norður í sveitina mína um jólin.

Elsa_Lund_S_ngvarakeppninni_1989_ mqdefault

Laddi borgaði mér ekki fyrir að skrifa um sig heldur langaði mig til þess og hef hugsað þetta síðan ég fór á sýninguna hans. Frásagnir hans frá lífi hans snertu við mér og um leið sá ég karaktera sem vöktu upp gamlar og ljúfar minningar.

Laddi lengir lífið mitt allavega!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here