„Ég og Demi ákváðum að setja börnin í fyrsta sæti“

Að ganga í gegnum skilnað er alltaf erfitt – ekki bara fyrir hjónin heldur líka fyrir börnin. Fráskildir foreldrar þurfa að deila á milli sín viðverutíma og fríum með börnum sínum og það getur verið sársaukafullt að hafa takmarkaðan tíma með litlu börnunum þínum. Leikararnir Bruce Willis og Demi Moore völdu að leggja ágreininginn til hliðar og blanda saman gömlum og nýjum fjölskyldum, allt í þágu barna sinna.

Bruce og Demi voru eitt sinn hamingjusamlega gift. Hjónabandið varði í 12 ár.

Bruce Willis og Demi Moore kynntust árið 1987 og eftir aðeins 4 mánuða samband gengu þau í hjónaband. Til að byrja með var rómantíkin uppmáluð en því miður entist það bara þar til þau eignuðust sína fyrstu dóttur, Rumer. Þegar raunveruleikinn hófst og „hveitibrauðsdagarnir“ búnir, fór meiri orka og ástríða í að eignast og sinna börnunum en í samband þeirra hjóna. Þau fóru að upplifa vandamál og jafnvel hagsmunaárekstra – Demi vildi fara aftur í leiklistina en Bruce vildi að hún væri heimavinnandi móðir. Demi lék hins vegar í myndinni Ghost og varð í kjölfarið stórstjarna. Þó að Bruce hafi verið stoltur af af árangri hennar, var hann ekki ánægður með athyglina sem konan hans fékk og sagði við hana að hann vissi ekki hvort hann vildi vera giftur lengur.

Sjá einnig: Euphoria stjarnan Chloe Cherry segir klámheiminn ótrúlega „eitraðan“ 

Bruce vildi ekki vera maður sem myndi bara yfirgefa fjölskyldu sinni. Áttu þau síðan eftir að eignast tvær dætur til viðbótar, Scout og Tallulah. Það hjálpaði þeim samt ekki að finna neistann í sambandinu og skildu þau eftir 12 ára hjónaband.

Þau létu ekki ágreininginn koma á milli dætra sinna og héldu áfram að vera þeim til staðar sem fjölskylda.

Bruce og Demi áttu að mestu leyti vinsamlegan skilnað. Bæði reyndu þau að gera skilnaðinn eins auðveldan og hægt var með líðan barnanna sinna í huga og þau ákváðu þau að vera vinir barna sinna vegna.

Í endurminningum sínum skrifaði Demi að hún væri mjög stolt af hvenig þau stóðu að skilnaði þeirra og að henni finnist hún vera tengdari Bruce núna en þegar þau voru gift. „Þetta var ekki auðvelt í fyrstu, en okkur tókst að breyta sambandi okkar, kærleikanum sem skapaði fjölskyldu okkar, í eitthvað nýtt sem veitti stelpunum stuðning og heilbrigt umhverfi með báðum foreldrum,“ sagði hún.

Eftir skilnaðinn giftist Demi, Ashton Kutcher, en það kom ekki í veg fyrir að þau Demi og Bruce héldu áfram vináttu sinni og sameiginlegu uppeldi dætra þeirra. Hittust þau til að mynda nokkrum sinnum öll saman við frumsýningu kvikmynda sem þau hefðu leikið í. Árið 2009 giftist Bruce Emmu Heming, ást lífs síns. Demi sótti athöfnina ásamt 3 dætrum sínum og var það bara byrjunin á kærleiksríku og góðu sambandi, blandaðrar fjölskyldu.

Í viðtali sagði Rumer, elstu dóttur Demi og Bruce: „Ég þurfti aldrei að skiptast á að vera hjá þeim í fríum eða afmælum. Þau lögðu sig alltaf fram um að gera alla fjölskylduviðburði saman og lögðu áherslu á að fjölskyldan okkar væri enn sem ein eining, í staðinn fyrir tvær aðskildar fjölskyldur, sem ég held að hafi haft mikil áhrif.“ „Ég á marga vini sem ólust upp hjá foreldrum sem skildu þegar þau voru ung. Ég horfði á foreldra þeirra nota börnin gegn hvort hvort öðru. Það gerðist ekki hjá okkur og er ég svo þakklát fyrir að foreldrar mínir settu það í forgang að við gætum verið fjölskylda, jafnvel þó það liti öðruvísi út.“

Emma og Bruce eiga saman tvær dætur

Systurnar fimm elska að vera í kringum hvor aðra. Þær yngstu Mabel og Evelyn dýrka stóru systur sínar og þegar þær eru í kringum þær gleyma þau algjörlega hver er móðir eða faðir hvers. Þess vegna ákváðu Bruce og Emma að flytja vestur, svo fjölskyldur þeirra gætu verið nær hvor annarri og gefið börnum sínum tækifæri til að tengjast systrum sínum.

Sjá einnig: Sorgmæddur Harry kemur í kastalann

Árið 2019, á tíu ára brúðkaupsafmæli sínu, ákváðu Bruce og Emma að endurnýja heit sín. Demi tók stóran þátt í þessum merka viðburði og sagði Emma að hún hefði ekki getað gert þetta án hennar. „Hún bauð mig velkomna í fjölskyldu sína eins og ég bauð hana velkomna í okkar,“ sagði Emma. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir henni. Ég ber svo mikla virðingu fyrir því hvernig Bruce og Demi unnu sig í gegnum skilnaðinn til að geta sett börnin sín í fyrsta sæti. Ég lærði svo mikið af þessu og þroskaðist svo mikið af því að fylgjast með hvernig þau gerðu þetta. Það var mikilvægt fyrir hana að vera þarna.”

Demi lítur á Emmu sem glæsilega og fallega móður sem helgar líf sitt fjölskyldu sinni. „Ég lít á hana sem part af fjölskyldunni og það er heiður að kalla hana vin. Börnin okkar eru systur og ég á ekki til orð yfir því hversu mikils virði þessi fjölskyldutengsl eru mér “ skrifaði Demi á Instagram fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna. „Við erum báðar mæður og dætur, í þessum brjálaða rússibana sem lífið er.“

Bruce, Demi, þrjár uppkomnar dætur þeirra og kærastar eyddu tæpum mánuði saman í Idaho hjá Demi. Fjölskyldan birti myndir á Instagram prófílum sínum, klæddust samstæðum náttfötum og skemmtu sér konunglega. Þessir „endurfundir“ trufluðu eiginkonu Bruce, Emmu, ekki á neinn hátt og síðar, þegar leikarinn sneri aftur til Kaliforníu til konu sinnar og tveggja dætra, héldu þau notaleg jól saman.

Jafnvel þó að Bruce og Demi séu enn vinir eftir svo mörg ár, á fólk enn erfitt með að skilja hvernig þau gera þetta. „Það skilja allir gremju og öfund í sambandsslitum, en fólk skilur ekki hvernig ég get get átt í svona góðu sambandi við fyrrverandi konu mína,“ sagði Bruce. „Við Demi tókum ákvörðun um að setja börnin í fyrsta sæti og við erum virkilega heppin að útkoman hafi verið svona. Ég elska hana enn og ég ber mikla virðingu fyrir hvernig manneskja hún er “

SHARE