Euphoria-stjarnan Chloe Cherry talaði af einlægni um tíma sinn í klámbransanum og opinberaði þau ótrúlega eitruðu áhrif sem það hafði á líkamsímynd hennar. Cherry, 25 ára, vann um tíma sem klámyndaleikkona í Miami en var svo boðið hlutverk Faye í annarri seríu þáttanna Euphoria. Cherry ræddi við Eileen Kelly í síðasta mánuði í hlaðvarpinu Kelly’s Going Mental, og opnaði hún sig um daga sína í kláminu. Þar ræddi hún um hversu klámbransinn hefði hræðileg og brengluð áhrif á líkams- og sjálfsímynd hennar.

„Klámiðnaðurinn er svo miklu eitraðri en tískuiðnaðurinn þegar kemur að líkamsímynd ,“ sagði Cherry. „Ég hef unnið við bæði og í tískuiðnaðinum fær fólk að mestu leiti að vera eins og það er og sá ég þar stelpur af mörgum mismunandi líkamsgerðum og ég elskaði það. „Í kláminu var bókstaflega einn helvítis líkami sem þú máttir hafa.“ HBO stjarnan sagði einnig: „Ég held að þetta sé svona í kláminu því að allir sem stjórna klámheiminum eru bara gamalt fólk. Þetta er alveg eins og hver annar iðnaður, þeim er bara stjórnað af fullt af heimskum gömlum hvítum körlum. „Í áhugamannaklámi, sem er miklu vinsælla en atvinnuklám, er fólk með venjulega líkama og það selst mun betur en atvinnuklám; af hverju læra þeir ekki af þessu og hafa bara venjulega útlítandi fólk í því?“ Seinna í hlaðvarpinu viðurkenndi Cherry að hún hefði líklega ekki endað sem klámstjarna ef hún hefði ekki misst föður sinn þegar hún var aðeins sjö ára gömul.

„Ég meina, ég myndi ekki hafa gert alla þessa hluti ef pabbi minn væri enn til staðar. Ég væri ekki Chloe Cherry ef pabbi minn væri enn til. Það er virkilega erfið reynsla að missa foreldri. Það er brjálað hvernig þetta er í raun bara að rústar heiminum þínum. “

SHARE