„Eiginkona mín féll fyrir ástkonu minni“

Yasmin, Tyquan og Cieara frá Atlanta urðu „tríó“ eftir að Tyguan sagði Yasmin frá því að hann væri að halda framhjá henni með Cieara. Yasmin og Tyguan hafa verið saman síðan árið 2012 og voru rosalega ástfangin en Yasmin segir samt að Tyguan hafi alltaf átt erfitt með að vera henni trúr og hafi oft verið staðinn að framhjáhaldi. „Þegar ég komst að því fór það í taugarnar á mér og ég bað hann um að hætta því sem hann gerði ekki og þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert í því.“ Hún ákvað í kjölfarið að bjóða hjákonu Tyguan, Cieara, inn í hjónabandið og það leið ekki á löngu áður en Cieara varð ólétt.

Þau búa nú öll saman og eru með 8 börn á heimilinu.


Sjá einnig:

SHARE