Eltingaleikur ljósmyndara við Bruce Jenner endaði með banaslysi

Raunveruleikastjarnan og fyrrum Ólympíugullverðlaunahafinn Bruce Jenner lenti í hræðilegum árekstri nú um helgina á hraðbraut á Pacific Coast í Malibu. Einn lét lífið í árekstrinum og sjö manns slösuðust í þriggja bíla árekstri, en svo virðist sem Bruce hafi sloppið ómeiddur frá slysinu.

Fimm ljósmyndarar höfðu verið að elta Bruce sem olli því að hann keyrði aftan á næsta bíl fyrir framan sig. Sá bíll skaust inn í umferðina sem ók á móti og varð bíllinn fyrir Hummer jeppa. Ökumaðurinn sem ók bílnum sem Bruce keyrði aftan á, lét lífið.

Bruce hefur verið eltur á röndum af ljósmyndurum eftir að fréttir af því að hann hyggist ganga í gegnum kynleiðréttingu litu dagsins ljós, en svo er orðið ljóst að maðurinn fær engan frið er hann stígur út af heimili sínu.

257112A300000578-2944152-image-a-37_1423344489411

25713CBB00000578-2944152-image-a-51_1423347199222

0207-sub-03-bruce-janner-escalade-twitter-5

0207-sub-02-bruce-janner-escalade-twitter-5

Tengdar greinar:

People: það er staðfest, Bruce Jenner verður brátt kona

„Mér líður eins og mér hafi mistekist“

Kris Jenner og nýji kærastinn

SHARE