Endurskinsmerki geta bjargað lífi þínu!

Finnsk hönnun bjargar mannslífum

Vissir þú að endurskinsmerkið er finnsk uppfinning?

Í upphafi sjöunda áratugarins lenti finnski bóndinn Arvi Lehti og hesturinn hans í reiðslyssi. Það var ekið á þá.

Það var dimmt úti og ökumaðurinn sá þá ekki fyrr en of seint. Hesturinn dó en Arvi lifði slysið af. Arvi velti því fyrir sér hvernig hægt væri að koma í veg fyrir svona slys og fékk frábæra hugmynd. Hann fann upp endurskinsmerkið.

Arvi hóf að framleiða endurskinsmerki og gerði það til að byrja með í hesthúsinu sínu. Fyrsta endurskinsmerkið kallaði hann Lumihiutale sem þýðir snjókorn. Það er því fyrsta endurskinsmerki í heimi.

Lumihiutale er framleitt enn í dag og það fæst hjá Suomi PRKL! Design, finnsku hönnunarbúðinni á Laugavegi 27.

Auk Lumihiutale er verslunin með fjöldan allan af öðrum endurskinsmerkjum. Sem dæmi má nefna Angry Birds endurskynsmerki en Angry Birds eru einmitt finnskir, eitthvað sem fáir vita.  Þekktir hönnuðir á borð við Eero Aarnio og Paola Suhonen hafa hannað endurskynsmerki og eru þau einnig í boði á Laugavegi 27.

Endurskinsmerkið er í raun ódýrasta “líftrygging” sem er völ er á.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here