Þór svarar: Er eitthvað að trufla barnið mitt?

Fyrirspurn frá lesanda:

sæll og blessaður…

Ég er alveg í vandræðum með dóttur mína sem varð 1 árs í ágúst sem leið…

 Hún vill bara ekki sofa almennilega og er vaknandi mörgum sinnum sérstaklega yfir kvöldið
 en sefur þó yfirleitt betur yfir seinnipart nætur… Ég hef stundum haft á tilfinningunni að það
 sé hreinlega eitthvað hérna heima sem gæti verið að trufla hana… þar sem það er mjög algengt
 í minni ætt að vera næmur og þá sérstaklega börn…
 Heldur þú að það gæti verið það sem er að trufla hana, er það eitthvað sem ég gæti lagað eða
 hvernig á ég hreinlega að snúa mér?
 Kær kveðja
 þreytta mamman
Þór svarar:
 Já hún er næm sú stutta og af því að hún sér í heim andanna og ljósadýrðina þar, vill hún lítið sofa. Það verða settar hlífar fyrir sjónum og heyrn hennar.
Þú sjálf biður ekki um aðstoð fyrir þig.. Þeir skoða og mýkja upp bólgurnar í herðunum og mjóbakinu og svo ertu með smá skekkju á grindinni eftir barnsburðinn. Það þarf aðeins að hressa upp á þig þannig að þú brosir eins og fyrir óléttuna.
Láttu okkur endilega vita um gang mála
-Þg
thor@hun.is
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here