Er opinn fyrir því að verða ástfanginn – Elmar Johnson í Yfirheyrslunni

Elmar Johnson er einhleypur, á sér leyndarmál og langar í pulsuhund! Hann er í Yfirheyrslunni hjá okkur í dag.

Fullt nafn: Elmar Johnson
Aldur: 27 ára
Hjúskaparstaða: Einhleypur
Atvinna: Læknanemi og einn eiganda Guide To Iceland.

Hver var fyrsta atvinna þín? 
Fyrsta minning mín af tilþrifum mínum til að eignast peninga er sú að ég og vinur minn tókum okkur til og skrifuðum lítið fréttablað í Grandaskóla og seldum áskrift af blaðinu á 50 kr. Ég hef verið 10 eða 11 ára og græddi fund með skólastjóranum þar sem að innihald blaðsins þótti vægast sagt vafasamt.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? 
Mitt fræknasta tískuslys, eftir á að hyggja, er eflaust “FUBU-gallinn” minn sem að ég plataði pabba til að kaupa fyrir mig í Jónas á milli, sælla minninga. Ég hélt að með því að klæðast þessum galla myndi ég kaupa mig útúr busun og barsmíðum í 8. bekk. Í stuttu máli hafði ég rangt fyrir mér.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? 

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Ég hef margoft verið klipptur erlendis þar sem að hártískan er ekki alveg sú sama og hér heima. Ég hef þá einfaldlega setið á mér og verslað mér húfu eða hatt.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Legg það ekki í vana minn nei.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? 
Þegar ég held að ég kunni að dansa og er staddur á B5.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
www.guidetoiceland.is

Seinasta sms sem þú fékkst? 
“Hittast í smá kaffi?”

Hundur eða köttur? 
Hundur, en ekki bara hvaða hundur sem er. Ég er samsvara sjálfan mig svoldið í Dachshund (pulsuhundur) þessa dagana og langar afskaplega mikið í einn þannig.

Ertu ástfanginn?
Er opinn fyrir því að verða það.

Hefurðu brotið lög?
Ég hef alltaf reynt að halda mig réttu megin við lögin og mér hefur tekist það að mestu. Ég hef asnast til að brjóta umferðarlög, keyrt á móti einstefnu og lagt ólöglega, ósköp óspennandi lögbrot.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Hef fengið tár í augun. Það snertir einhverja taug í mér þegar ég sé nána vini bera vitni um ást og trúfesti.

Hefurðu stolið einhverju? 
Pabbi minn er indverskur og hans Suðaustur-asísku uppeldisaðferðir kenndu mér að taka aldrei neitt sem að tilheyrir mér ekki. Ég viðurkenni samt að ég stel mér oft smakki af namminu á nammibarnum, bara ef að ég hef ekki séð ákveðna tegund af nammi áður og þarf að vita hvort að ég eigi að bæta henni í pokann eða ekki. Gera það ekki allir?

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? 
Held að ég hafi lært af öllu því sem að ég myndi vilja breyta. Svo að ég leyfi því að liggja.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? 
Vonandi umvafinn fjölskyldu og ástvinum, enn heilbrigður, hamingjusamur og ánægður með lífið sem að ég lifði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here