Er ráðlagt að ófrískar konur að drekki kaffi?

Það að drekka kaffi á meðgöngu hefur oft verið í umræðunni og virðast skiptar skoðanir vera með það hvort konur eigi að láta það alveg eiga sig eða ekki. Sumir telja það í lagi að fá sér einn bolla á dag á meðgöngu á meðan aðrir telja það vera best að snerta ekki við því á þessu tímabili.

Nú eru komnar fram niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýna það að ófrískar konur eigi að láta kaffi alveg í friði því það geti aukið líkurnar á því að þær eiginist fyrirbura eða missi fóstur. Einnig sýna þessar rannsóknir fram á að kaffi geti aukið líkurnar á að barnið fái hvítblæði.

The Center for Science in the Public Interest (CSPI) vilja meina að núverandi viðmiðunarreglur um koffínneyslu á meðgöngu séu úreltar en i þeim reglum er talað um að 200 mg af koffeini sé í lagi, sem er um 2 bollar af venjulegu kaffi.  Þeir benda jafnframt á að koffein sé í mörgum tegundum af te, súkkulaði, gosdrykkjum og orkudrykkjum, auk þess að vera í kaffi. Þeir segja að einn bolli af kaffi (100 mg) auki líkur á fósturláti um 14%. Einnig voru 19% meiri líkur á að barn fæðist andvana og sást einnig fylgni á milli þess að drekka kaffi á meðgöngu og þess að barn sé mjög létt við fæðingu. 

Í hinu ritrýnda tímariti The American Journal of Obstetrics and Gynecology voru birtar þær niðurstöður að tenging væri milli bráðahvítblæðis hjá börnum og það hversu mikið kaffi móðir drekkur á meðgöngunni.

Allir sem að rannsóknunum komu voru sammála um það að það  þyrfti að gera meiri rannsóknir til þess að komast að óyggjandi niðurstöðu.

Hvað segið þið kæru konur? Drukkuð þið kaffi á meðgöngu? Teljið þið að þetta eigi við rök að styðjast?

 

Heimildir: CTV News

Tengdar greinar:

Meðganga konu á heilum sex sekúndum

Meðganga og hægðatregða – Hvað er til ráða?

Meðganga – Nokkur atriði sem ágætt getur verið að hafa í huga

Meðganga og ferðalög – Að hverju er gott að huga?

SHARE